Vörurnar

SONAX er framsækið fyrirtæki í framleiðslu og sölu á efnavörum fyrir almenna notendur, fyrirtæki, bónstöðvar sem og fyrir tæknivæddar bílaþvottastöðvar.

Undir vörumerkinu SONAX býður fyrirtækið uppá breitt vöruúrval af samkeppnishæfum vörum til þrifa og viðhalds á farartækjum. Með háum gæðum og verðstefnu í takt við þau leitast SONAX við að bjóða uppá stöðugar nýjungar og að framleiða vörur sem eru umhverfisvænar.

SONAX hefur verið á íslenskum markaði í rúm 40 ár og er leiðandi vörumerki á sínu sviði. Mest selda bílabón á Íslandi í áraraðir, SONAX Hard Wax, er sérblandað fyrir Ísland. Aðstæður á íslenska markaðnum og óskir íslenskra neytenda voru hafðar í huga við þá vöruþróun. Við Íslendingar erum kröfuharðir þegar kemur að bílabóni og bílaþrifum og SONAX vörurnar standast okkar kröfur!