Hard Wax bón 500ml

Hard Wax bón 500ml


SONAX Hard Wax er hágljáavaxbón fyrir allar tegundir lakks. Má nota á nýtt lakk sem og veðrað / slitið lakk. Bónið inniheldur úrvals vax sem viðheldur lakkinu og veitir því framúrskarandi vörn gegn veðrun. Auðvelt og fljótlegt í notkun og má berast á alla ytri fleti bifreiðarinnar. Dýpkar litinn og myndar skínandi gljáa.

Notkunarleiðbeiningar:
1) Þvoið bílinn með SONAX glansþvottalegi.
2) Hristið brúsann vel fyrir notkun.
3) Berið þunnt, jafnt lag með SONAX áburðarsvampi eða mjúkum klút á þurrt lakkið. '
4) Látið þorna smá stund og pússið með SONAX míkrófíberklút.
  • Innihaldslýsing

    Inniheldur vetniskolefni, C9-C10, n-alkanar, ísóalkanar, hringsambönd, <2% arómatar; vetniskolefni, C6-C7, n-alkanar, ísóalkanar, hringsambönd, <5% n-hexan.


    Viðvörun: Mjög eldfimur vökvi og gufa. Getur verið banvænt við inntöku ef það kemst í öndunarveg. Veldur húðertingu. Getur valdið sljóleika eða svima. EFTIR INNTÖKU: Hringið umsvifalaust í lækni/EITRUNARMIÐSTÖÐ. EKKI framkalla uppköst.


    Haldið frá hitagjöfum, heitum flötum, neistagjöfum, opnum eldi og öðrum íkveikivöldum. Reykingar bannaðar. Notið hlífðarhanska og andið ekki að ykkur gufu. Notið eingöngu utandyra eða í vel loftræstu rými. Fargið íláti/innihaldi á viðeigandi hátt.


    Geymist á vel loftræstum og köldum stað þar sem börn ná ekki til.

  • Upplýsingablöð / Öryggisblöð
Hard Wax bón 500ml
Share by: