Hard wax bón úðabrúsi 300ml
Hard wax bón úðabrúsi 300ml
SONAX Hard Wax hentar vel fyrir nýlegt venjulegt lakk og metal lakk. Það inniheldur hágæða vax sem viðheldur lakkinu, veitir endingargóða vörn gegn veðrun og fjarlægir tjörubletti. Dregur fram dýpri liti og gefur lakkinu fallegan gljáa. Sápuþolið. Mælt er með að bóna a.m.k. fjórum sinnum á ári.
Notkun:
1) Þvoið bílinn með SONAX glansþvottalegi og þurrkið með vaskaskinni.
2) Hristið brúsann fyrir notkun.
3) Berið vaxbónið á með SONAX áburðarsvampi eða mjúkum klút.
4) Berið bónið á afmarkaða fleti hverju sinni.
5) Látið þorna smástund og þurrkið af með SONAX míkrófíberklút.
