Miðstöðvarhreinsir green lemon 100ml 
 
 
 
 
Miðstöðvarhreinsir green lemon 100ml
 
 
 
Oft vill koma leiðinleg lykt úr miðstöðvum bíla. SONAX Miðstöðvarhreinsirinn hreinsar loftræstikerfi bílsins og fjarlægir ólykt á fljótlegan og auðveldan hátt. Gefur frá sér ferskan sítrusilm.
 
 Notkunarleiðbeiningar:
 
 1) Hristið brúsann fyrir notkun. Ræsið bíllinn. Stillið miðstöðina á kaldan blástur, hæsta kraft og lokið fyrir innstreymi lofts. Opnið alla miðstöðvarventla.
 
 2) Færið framsætið fram og leggið sætið niður.
 
 3) Haldið brúsanum frá líkamanum; opnið fyrir úðann með því að þrýsta niður tappanum og leggið brúsann á aftursætisgólfið. Yfirgefið bílinn og passið að loka öllum gluggum og hurðum.
 
 4) Drepið á bílnum eftir 15 mínútur. Opnið allar hurðar og látið lofta um bílinn í að minnsta kosti 10 mínútur.
 
 ATHUGIÐ: Notist aðeins utandyra. Sprengihætta getur verið til staðar án nægrar loftræstingar. Notist aðeins við hita yfir 10°C / 50 °F. Mælt er með reglulegri notkun.
 
 
