Lakkvörn+gljái Xtreme hybrid 
 
 
 
 
Lakkvörn+gljái Xtreme hybrid
 
 
 
Vaxfrí háglansandi lakkvörn fyrir nýtt, nýlegt og massað lakk. Endingargóð vörn, dýpkar og frískar upp á lit lakksins og veitir gljáandi og vatnsfráhrindandi yfirborð.
 
 Notkunarleiðbeiningar:
 
 1) Þvoið bílinn, fjarlægið öll föst óhreinindi og þurrkið með klút.
 
 2) Hristið brúsann fyrir notkun.
 
 3) Spreyið örlitlu af efninu á SONAX áburðarsvamp og berið á lítinn hluta bílsins í einu.
 
 4) Látið þorna í 1-2 mínútur. Strjúkið yfir með SONAX Míkrófíber klút.
 
 5) Ef litirnir virðast ójafnir eða ef efnið þornar of lengi á lakkinu, hellið þá örlitlu af efninu í svampinn, berið aftur á og þurrkið strax af.
 
 
