Xtreme áklæða & alcantara hreinsir 400ml
Xtreme áklæða & alcantara hreinsir 400ml
SONAX XTREME Áklæða & alcantara hreinsir hreinsar léttilega erfið óhreinindi eins og súkkulaði, ís, kóladrykki, kaffi, tómatsósu o.fl. í innra rými bifreiðarinnar. Hentar vel á sæti, áklæði, hliðarspjöld, toppklæðningar, teppi og viðkvæma Alcantara fleti. Varan inniheldur lyktareyðandi efni sem samstundis jafna út ógeðfellda lykt af t.d. nikotíni, dýrum, mjólkurleifum o.fl. Skilur eftir sig endingargóðan ferskan ilm. Frískar upp liti án þess að skilja eftir kám.
Notkunarleiðbeiningar:
1) Ryksugið laus gróf óhreinindi.
2) Hristið brúsann hressilega.
3) Prufið hvort efnið þoli nudd og sé litekta á lítt áberandi stað.
4) Úðið á flötinn sem skal hreinsa og nuddið með rökum svampi eða klút og látið þorna. Að því loknu burstið eða ryksugið flötinn.
5) Endurtakið ferlið ef þörf krefur, til dæmis á mjög óhreinum flötum.
6) Verjið efnið gegn frosti.
Athugið:
Til að fyrirbyggja litamismun í fletinum skal jafnan þrífa allan flötinn en ekki aðeins að hluta (t.d. heilt sæti).
