SONAX Beast felguhreinsir
Sonax Danól • October 23, 2020
Nýr felguhreinsir frá SONAX - Beast!
Beast felguhreinsirinn er nýjasta SONAX varan á markaðnum í dag. Óhreinindi eiga ekki roð í þennan kraftmikla felguhreinsi en hann hentar fyrir allar stál- og álfelgur, málaðar, krómhúðaðar, gljáslípaðar og mattar felgur. Felguhreinsirinn er sýrufrír og fer vel með felguna. Hann hentar einnig á dekk með TPMS (eftirlitskerfi fyrir hjólbarðaþrýsting). 
 
 
 Beast fæst hjá Olís og Byko!
  
 
Felguhreinsirinn er einstaklega einfaldur í notkun:
 
 1) Hristið brúsann fyrir notkun.
 
 2) Úðið jafnt og vel á felguna úr stuttri fjarlægð.
 
 3) Látið efnið vinna í 2-4 mínútur. Liturinn á efninu breytir þá lit úr tærum í rauðan og nær fullri virkni.
 
 4) Fjarlægið sérstaklega erfið óhreinindi með bursta – notið viðeigandi hlífðarhanska.
 
 5) Skolið efnið af með háþrýstidælu eða öflugri úðabyssu.